Ég er sjálfstæð og ákveðin, skipulögð og vinn vel ein sem og í hóp.
Ég hef brennandi áhuga á eiturefnavistfræði í vötnum og sjó, verndun sjávarlífvera og sjávarsvæða/MPA (Marine Protected Areas), vöktun frumframleiðenda (e. Primary producers) í vötnum og sjó, stofnerfðafræði (e. Population genetics) og gagnavinnslu (notast við RStudio).
Ég aðlagast vel að vinnuumhverfi mínu og sinni störfum mínum af áhuga og alúð. Ég er alltaf til í að læra nýja hluti sem tengjast verndun eða vöktun í sjó og vatni og vil nýta öll tækifæri til þess að stuðla að betri nýtingu náttúruauðlinda, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun sjávarstofna og umhverfis þeirra.
Sumarstarfsmaður
Þáttaka í vöktun á hvítháfastofni, selastofni (Cape fur seal) og umönnun særðra mörgæsa.